John Terry hrósar Arsene Wenger

John Terry er ánægður með Arsene Wenger.
John Terry er ánægður með Arsene Wenger. Reuters

John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, er ánægður með þá stefnu Arsene Wengers, knattspyrnustjóra Arsenal, að tefla fram ungu liði í deildabikarnum og hrósar honum fyrir hugrekki.

Kornungt lið Arsenal gjörsigraði 1. deildarlið Sheffield United, 6:0, í keppninni í þessari viku. Fleiri af stóru liðunum hafa gefið yngri leikmönnum tækifæri í leikjum í keppninni og Terry segir að deildabikarinn sé frábær vettvangur fyrir slíkt og mikill stuðningur við efnilega enska fótboltamenn.

„Þetta er frábært fyrir fótboltann í Englandi. Arsene Wenger er í fararbroddi og þorir að tefla fram sínum ungu mönnum. Um daginn fór varalið okkar, með fullt af ungum enskum leikmönnum innanborðs, til Arsenal og sigraði þá, 2:1. Síðar fer þetta Arsenallið og burstar Shffield United.

Við erum líka með marga unga og efnilega leikmenn í okkar röðum og ég er viss um að það er sama saga hjá mörgum öðrum félögum. En Wenger þorir að nota þá, og það er frábær auglýsing fyrir enskan fótbolta. Deildabikarinn er flottur vettvangur fyrir þessa stráka," sagði Terry við Sky Sports.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert