Ramos segir starf sitt ekki í hættu

Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham.
Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham. Reuters

Spánverjinn Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham segist ekki finna fyrir því að starf hans hjá Lundúnaliðinu sé í hættu en lið hans tapaði fyrir Portsmouth í dag og situr á botni deildarinnar með aðeins stig eftir sex leiki.

Spurður hvort hann njóti traust stjórnar Tottenham sagði Ramos; ,,Engin spurning. Ég tala við þá daglega og það eru allir meðvitaðir um stöðu liðsins. Hvort ég lifi af er eitthvað sem stjórnarformaður og stjórnin verða að ákveða en ég ekkert sár yfir viðbrögðum stuðningsmanna liðsins heldur er ég sár yfir því að vinna ekki leiki,“ sagði Ramos.

Á síðustu leiktíð stýrði Ramos liði Tottenham til sigurs í ensku deildabikarkeppninni en Tottenham mætir Liverpool í 16 liða úrslitunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert