Torres bjartsýnn á að vinna titilinn

Fernando Torres fagnar marki sínu ásamt Robbie Keane á Goodison …
Fernando Torres fagnar marki sínu ásamt Robbie Keane á Goodison Park í gær. Reuters

Spænski markahrókurinn Fernando Torres segir að ef Liverpool takist að halda sér í námunda við toppsætin í ensku úrvalsdeildinni þegar komið verður fram í febrúar þá eigi liðið góða möguleika á að verða enskur meistari.

,,Við vitum að ef okkur tekst að vera nærri toppnum í janúar og febrúar þá getum við staðið upp sem sigurvegarar,“ sagði Torres í viðtali við BBC fréttastofuna en Torres skoraði sín fyrstu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar hann tryggði Liverpool 2:0 sigur á Everton í gær.

,,Ég vissi að mörkin myndu koma enda er ég núna kominn í gott form og vonandi næ ég að skora fleiri mörk en á síðustu leiktíð,“ sagði Torres sem skoraði 33 mörk á leiktíðinni í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka