Chris Morgan fyrirliði enska 1. deildarliðsins Sheffield United neitar því að leikmenn liðsins hafi haft samband við lögmenn með það fyrir augum að krefja Íslendingaliðið West Ham um skaðabætur
Í enskum fjölmiðlum í síðustu viku var greint frá því að minnsta kosti tíu leikmenn Sheffield-liðsins væru að hefja málarekstur á hendur West Ham þar sem þeir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni þegar liðið féll..
,,Hvaðan þessar fréttir komu hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Morgan við fréttamenn eftir leik liðsins við Watford. „Við höfum ekki átt neina fundi með lögmönnum. Við höfum sagt að sem leikmenn þá getum við ekki blandað okkur í svona mál. Þetta er í höndum forráðamanna félagsins og það er þeirra starf að standa í svona en við erum bara í vinnu hjá félaginu en ekki að hitta menn úti í bæ til að ræða um peninga,“ sagði Morgan.
Sem kunnugt er hefur gerðardómur enska knattspyrnusambandsins úrskurðað að West Ham beri að greiða Sheffield United 5 milljarða króna í skaðabætur vegna Tévez-málsins.