Liverpool vann tiltölulega öruggan sigur á PSV Eindhoven, 3:1, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Anfield í kvöld og stefnir á þægilega stöðu í D-riðlinum þar sem liðið er komið með sex stig eftir tvær umferðir.
Dirk Kuyt kom Liverpool yfir með föstu skoti uppúr hornspyrnu strax á 4. mínútu og Robbie Keane bætti við marki á 34. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Fernando Torres.
Steven Gerrard skoraði síðan, 3:0, beint úr aukaspyrnu á 76. mínútu en tveimur mínútum síðar svaraði Danny Koevermans fyrir hollensku meistarana og þar við sat.
Atvikalýsing frá leiknum, smellið hér.
Atlético Madrid vann Marseille, 2:1, og er með 6 stig eins og Liverpool en Marseille og PSV eru án stiga eftir tvær umferðir.