Scholes og Fletcher með nýja samninga við United

Paul Scholes.
Paul Scholes. Reuters

Greint er frá því á heimasíðu Manchester United í dag að miðjumennirnir Paul Scholes og Darren Fletcher hafi skrifað undir nýja samninga við meistarana. Scholes hefur framlengt samning sinn fram til júní 2010 og skoski landsliðsmaðurinn Fletcher til júní 2012.

Það er frábært að gera nýjan samning. Síðasta tímabil var stórkostlegt en maður vill alltaf afreka meira og þetta lið sem við höfum í dag hefur alla burði til þess," segir Scholes á vef Manchester United. Hann er 33 ára gamall og hefur leikið með Manchester-liðinu frá árinu 1993 og hefur átta sinnum hampað Englandsmeistaratitlinum með félaginu.

Scholes meiddist á hné í leiknum gegn Álaborg í Meistaradeildini í vikunni og verður frá keppni í allt að 10 mánuði.

„Þegar  þú spilar með svona frábæru liði og leikmönnum þá vilt þú halda því áfram. Andinn í þessu hópi er frábær og ég er afar ánægður að fá að vera hluti af þessu liði og að vinna fleiri titla með því,“ segir Fletcher, sem er 24 ára gamall og hefur verið í herbúðum United frá árinu 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert