Man. Utd sigraði í Blackburn

Christopher Samba hjá Blackburn og Dimitar Berbatov hjá Man.Utd stíga …
Christopher Samba hjá Blackburn og Dimitar Berbatov hjá Man.Utd stíga dans í leiknum í dag. Reuters

Manchester United lyfti sér uppí sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með því að sigra Blackburn á útivelli, 2:0, í síðasta leik dagsins.

Wes Brown kom United yfir á 30. mínútu eftir sendingu frá Wayne Rooney, sem síðan bætti  við marki á 64. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ronaldo.

United er þá komið með 11 stig eftir 6 leiki og mun eiga áfram leik til góða að loknum leikjum morgundagsins en þá eru mörg liðanna í efri hluta deildarinnar á ferðinni.

Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Til að skoða hana, smellið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert