Í aðdraganda leiks Chelsea og Aston Villa á morgun hefur Luiz Felipe Scolari lýst mikill aðdáun sinni á Martin O´Neill þjálfara Aston Villa. Telur Brasilíumaðurinn hann einn þann fremsta í heimi.
Um talsverða viðureign er að ræða því aðeins eitt stig skilur liðin að í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea með fjórtán stig og Aston Villa þrettán en þetta er í fyrsta skipti sem þjálfararnir tveir hittast og Scolari hlakkar til.
„Það verður mér mikil ánægja að hitta O´Neill því þar fer einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“