Sex leikir í Englandi í dag

Liverpool hefur verið á góðu róli það sem af er …
Liverpool hefur verið á góðu róli það sem af er tímabilinu en á erfiðan útileik í dag. Reuters

Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og tveir af þeim áhugaverðustu hefjast klukkan 14. Þá eigast Manchester City og Liverpool við á Borgarleikvanginum í Manchester og Chelsea tekur á móti Aston Villa á Stamford Bridge.

City og Villa hafa bæði farið vel af stað og gera sig líkleg til að ógna stórveldunum fjórum í deildinni. Leikirnir í dag segja nokkuð um hvort þau séu tilbúin í þann slag.

Íslendingafélagið West Ham fær Bolton í heimsókn og getur þar styrkt enn frekar stöðu sína í hópi efstu liða deildarinnar. Það er fyrsti leikur dagsins og hefst klukkan 12.30. Grétar Rafn Steinsson verður án efa í sinni stöðu sem hægri bakvörður hjá Bolton en Heiðar Helguson má sætta sig við varamannabekkinn áfram.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fá gamla Íslendingafélagið Stoke City í heimsókn klukkan 14 og þá leikur líka Tottenham við spútnikliðið Hull City. Hermann hefur verið varamaður að undanförnu hjá Portsmouth.

Loks eigast Everton og Newcastle við klukkan 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert