Tottenham í efsta styrkleikaflokki

Leikmenn Tottenham hafa ekki haft yfir miklu að fagna á …
Leikmenn Tottenham hafa ekki haft yfir miklu að fagna á leiktíðinni. Reuters

Fjögur ensk úrvalsdeildarlið, Tottenham, Aston Villa, Portsmouth og Manchester City verða í hattinum á morgun þegar dregið verður í riðla í UEFA-bikarnum í knattspyrnu á morgun.

Búið er raða liðunum 40 í styrkleikaflokka og loksins fékk Tottenham góðar fréttir en Lundúnaliðið sem er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar er í efsta styrkleikaflokki ásamt AC Milan, Sevilla, Valencia, Benfica, Schalke 04, CSKA Moscow og Hamburg.

Manchester City er í 3. styrkleikaflokki en Portsmouth og Aston Villa er í fjórða styrkleikaflokki.

Liðin 40 verða dregin í 8 riðla og leika liðin tvo heimaleiki og tvo útileiki í riðlinum og komast þrjú efstu liðin áfram í næst umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert