Tottenham í fyrsta styrkleikaflokki

David Bentley og Chris Gunter fagna marki Tottenham gegn Wisla …
David Bentley og Chris Gunter fagna marki Tottenham gegn Wisla í UEFA-bikarnum. Reuters

Í dag verður dregið í riðla í UEFA-bikarnum í knattspyrnu en 40 lið eru eftir í keppnina og verða þau dregin í fimm riðla. Hvert lið spilar tvo heimaleiki og tvo útileiki og komast þrjú efstu liðin áfram í næstu umferð. Í gær var liðunum raðað í styrkleikaflokka og þar fékk Tottenham loks góð tíðindi því botnliðið í ensku úrvalsdeildinni er í efsta styrkleikaflokki og sleppur því við að mæta á liðum á borð við AC Milan, Sevilla og Valencia.

Styrkleikaflokkarnir líta þannig út:

1: AC Milan, Sevilla, Valencia, Benfica, Schalke, CSKA Moskva, Tottenham, Hamburger SV.

2: Stuttgart, Ajax, Olympiakos, Deportivo La Coruna, Club Brugge, Spartak Moskva, Paris SG, Heerenveen.

3: Rosenborg, Udinese, Feyenoord, Braga, Slavia Prag, Manchester City, Galatasaray, Sampdoria.

4: Hertha Berlin, Partizan Belgrad, Nancy, Portsmouth, Aston Villa , Racing Santander, FC Köbenhavn, Dinamo Zagreb.

5: Saint-Etienne, Wolfsburg, Standard Liege, FC Twente, Nijmegen, Metalist Kharkiv, Lech Poznan, MSK Zilina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert