Ferdinand gagnrýnir FIFA og Blatter

Sepp Blatter og FIFA fá það óþvegið frá Rio Ferdinand.
Sepp Blatter og FIFA fá það óþvegið frá Rio Ferdinand. Reuters

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United og varafyrirliði enska landsliðsins, gagnrýnir FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, og Sepp Blatter forseta þess fyrir að sýna kynþáttafordómum í fótboltanum linkind.

FIFA hefur sektað króatíska knattspyrnusambandið um 15 þúsund pund vegna framkomu áhorfenda í Zagreb í garð Emile Heskey, framherja enska landsliðsins, þegar þjóðirnar mættust þar í undankeppni HM í síðasta mánuði. Ferdinand segir að sú upphæð sé hlægileg og breyti engu.

„FIFA-menn eru með alls konar yfirlýsingar um hvað þeir ætli að gera en svo fylgja þeir því ekki eftir. Knattspyrnuyfirvöld heimsins þurfa að líta rækilega í eigin barm. Króatar voru sektaðir um nokkur þúsund pund. Það stöðvar engan í að ráðast að leikmönnum með kynþáttafordómum eða ásökunum um samkynhneigð. Sepp Blatter þykir gaman að tala fyrir málum sem líta vel út fyrir FIFA en ég myndi vilja sjá hann standa upp og útdeila réttmætum refsingum í svona málum.

Ef þetta heldur áfram, verður að refsa með því að svipta lið stigum. Þá loksins skilja orðhákarnir að lið þeirra mun tapa á framferði þeirra," sagði Ferdinand í viðtali við BBC í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert