Platini ósáttur út í ensku liðin

Michel Platini forseti UEFA.
Michel Platini forseti UEFA. Reuters

Michel Platini forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er afar ósáttur við þá þróun sem átt hefur sér stað í ensku úrvalsdeildinni að útlendingar hafa á síðustu árum eignast hvert félagið á fætur öðru.

,,Ef ég tel þessa þróun ekki góða og ef ég tek dæmi um menn frá Katar þá ættu þeir frekar að fjárfesta í sínu landi. Ég ætla að gera mitt besta til að sporna gegn þessu,“ segir Platini en 9 af liðunum 20 í úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga.

Viljum við sjá hjá Liverpool að þar sé eigandinn arabískur höfðingi, þjálfarinn brasilískur og níu eða 11 leikmenn frá Afríku. Hvað væri þá um Liverpool,“ segir Platini. 

Hann er líka ósáttur við ensku félögin sem eru að lokka til sína unga drengi erlendis frá.

,,Þegar þú kaupir Ronaldo, Pele, Maradona eða Robinho þá eru engin vandamál en þegar þú kaupir leikmenn sem eru 13,14 og 15 ára þá líkar mér það ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert