Rooney: Sanngjörn gagnrýni

Wayne Rooney í leik með Manchester United.
Wayne Rooney í leik með Manchester United. Reuters

Wayne Rooney leikmaður Manchester United og enska landsliðsins segir að sum af þeirri gagnrýni sem hann fékk fyrir frammistöðu sína í upphafi leiktíðarinnar hafi verið sanngjörn.

Rooney, sem verður í fremstu víglínu Englendinga í leiknum gegn Kazakhstan á laugardaginn, hefur leikið vel að undanförnu og hefur til að mynda skorað í síðustu þremur leikjum Manchester United og þá skoraði hann eitt mark enska landsliðsins í sigrinum magnaða á Króötum í Zagreb, 4:1.

,,Kannski hefur sum af þeirri gagnrýni sem ég fékk verið sanngjörn. Ég er sjálfur gagnrýninn á sjálfan mig og ég horfi alltaf á leikina sem ég spila. Þegar ég spila ekki vel þá verð ég vonsvikinn og reyni að bæta mig,“ sagði Rooney við fréttamenn í gær.

Rooney mun á laugardag spila sinn 47. landsleik en hann er aðeins 22 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik 17 ára gamall, gegn Áströlum árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert