Zola: Þurfum ekki fleiri leikmenn

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham. Reuters

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham segist vera ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur yfir að ráða og segist halda ró sinni þrátt fyrir hann hafi fengið þau skilaboð frá stjórnendum félagsins að hann fái ekki fé til leikmannakaupa í janúar.

,,Ég er meira en ánægður með leikmannahópinn sem ég hef úr að spila og þegar ég fæ til baka þá leikmenn sem eru meiddir þá verður hópurinn orðinn of stór. Eins og staðan er núna þurfum við ekki á fleiri leikmönnum að halda. Við höfum marga mjög góða leikmenn og það er í mínum verkahring að fá það besta út úr þeim,“ segir Zola.

Þrátt fyrir fjárhagsvandræði hjá West Ham kann svo að vera að Zola takist að bæta einum leikmanni í hópinn. Spænski framherjinn Diego Tristan hefur verið til reynslu hjá liðinu síðustu dagana.

,,Hann verður hjá okkur út þessa viku og eftir það verður tekin ákvörðun um framhaldið. Hann hefur lagt hart að sér og við höfum verið ánægðir með hann og það gæti orðið góður kostur að frá Diego til okkar,“ segir Zola.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert