Green ekki með til Minsk

Robert Green er frá vegna meiðsla.
Robert Green er frá vegna meiðsla. Reuters

Robert Green, markvörður Íslendingafélagsins West Ham, fer ekki með enska landsliðinu í knattspyrnu til Minsk í Hvíta-Rússlandi í fyrramálið vegna meiðsla í hné.

Green var einn þriggja markvarða sem Fabio Capello valdi fyrir leikina tvo gegn Kasakstan og Hvíta-Rússlandi en hann var ekki í hópnum gegn Kasakstan á laugardaginn. David James varði þá enska markið og Scott Carson sat á varamannabekknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert