Benítez hissa á umræðunni um Heskey

Rafael Benítez vill ekki ræða um leikmenn mótherjanna.
Rafael Benítez vill ekki ræða um leikmenn mótherjanna. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst vera undrandi á þeirri umræðu sem komin er í gang um að hann muni jafnvel kaupa Emile Heskey, enska landsliðsframherjann, af Wigan þegar opnað verður fyrir félagaskiptin um áramótin.

Liverpool mætir Wigan á Anfield í úrvalsdeildinni í dag og Benítez sagði á fréttamannafundi í gær: „Þið vitið að ég vil ekki ræða um leikmenn annarra liða, sérstaklega ekki daginn fyrir leik, svo ég er hissa á því að þetta skuli bera á góma," sagði Spánverjinn.

Heskey fór frá Liverpool til Birmingham fyrir fjórum árum og sagði í viðtölum fyrir helgina að hann vildi gjarnan spila í Meistaradeild Evrópu á ný og hefði ekkert á móti því að ganga á ný til liðs við sitt gamla félag.

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, hefur þrýst á hinn 30 sóknarmann að skrifa undir nýjan samning við félagið en hann vill halda öllum möguleikum opnum. Heskey hefur heldur betur hrokkið í gang á ný í vetur eftir mögur ár að undanförnu og leikið vel með Wigan og enska landsliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert