Rooney: Vinnan farin að skila sér

Wayne Rooney í baráttu við Jonas Olsson, varnarmann WBA, í …
Wayne Rooney í baráttu við Jonas Olsson, varnarmann WBA, í leiknum í gær. Reuters

Wayne Rooney, framherji Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að mikil vinna sé farin að skila sér. Hann hefur verið á skotskónum með báðum liðum og skoraði eitt marka United í sigrinum á WBA í úrvalsdeildinni í gær, 4:0.

Hann hefur skorað 8 mörk í síðustu sex leikjum sínum, fjögur fyrir landsliðið og fjögur fyrir Manchester United. Í leiknum í gær lagði hann auk þess upp mörk fyrir Ronaldo og Nani, og skoraði mark sem dæmt var af.

„Ég er virkilega ánægður með hve góðu formi ég er í um þessar mundir og vonandi get ég haldið áfram á þessari braut. Ég hef lagt hart að mér við að bæta alla þætti í mínum leik á æfingum, og það er byrjað að skila sér," sagði Rooney við BBC.

Manchester United mætir Celtic á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið og Rooney bíður spenntur eftir þeirri viðureign. Liðin mættust í tveimur hörkuleikjum í deildinni fyrir tveimur árum og unnu þá sinn leikinn hvort.

„Það var frábær stemmning í báðum leikjum og ég hlakka því mikið til að mæta þeim aftur. Ég veit að stuðningsmenn liðanna bíða spenntir og leikmennirnir gera það örugglega líka. Ég hef sjaldan leikið í jafn óvinveittu umhverfi og í Glasgow og vonandi náum við að svara í sömu mynt og gera þeim jafn erfitt fyrir á Old Trafford. Ég er viss um að við munum sýna okkar fólki góðan leik," sagði Rooney.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert