Robin Van Persie bíður spenntur eftir félaga sínum Eduardo úr meiðslum og segir endurkomu hans geta skipt sköpum fyrir Arsenal.
Eduardo hefur sem kunnugt er verið frá vegna fótbrots síðan í febrúar síðastliðnum en bati hans verið undraverður og gera menn ráð fyrir að hann geti farið að spila fyrir alvöru á þremur til fjórum vikum.
Persie segir í samtali við Sky að hann geti vart beðið. „Eduardo er mjög mikilvægur fyrir liðið en hann hefur tekist á við meiðslin af stakri festu og ekki þarf annað en skoða tölfræði hans til að sjá að við þörfnumst hans.“