Slæm tölfræðin fyrir Hermann

Í þá gömlu góðu þegar allt gekk vel hjá Portsmouth.
Í þá gömlu góðu þegar allt gekk vel hjá Portsmouth. Reuters

Tölfræði Portsmouth þau þrjú skipti sem Hermann Hreiðarsson hefur verið í byrjunarliðinu þennan veturinn er vægast sagt döpur. Þrjú töp og markatalan 11:0.

Í gærkvöldi tapaði Portsmouth fyrir portúgalska liðinu Braga 3:0 í UEFA-bikarnum og fékk Hermann byrjunarliðssæti en þau hafa verið af skornum skammti hjá landsliðsfyrirliðanum í vetur. Hermann var reyndar tekinn útaf í hálfleik.

Hinir tveir leikirnir sem Hermann byrjaði með Portsmouth á tímabilinu voru báðir gegn Chelsea og töpuðust báðir 4:0.

Til gamans má geta að lið Braga, litla Arsenal eins og þeir eru kallaðir heimafyrir, hefur unnið sjö leiki í röð í keppninni hingað til, skorað í þeim sautján mörk og ekki fengið neitt mark á sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka