Ferguson: Áttum ekki meira skilið

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

,,Við áttum ekkert meira skilið en eitt stig," sagði Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United, eftir 1:1 jafntefli sinna manna gegn Everton á Goodison Park í dag. Ferguson var ósáttur með framlag Alan Wiley dómara leiksins en Ferguson fannst leikmenn Everton komast upp með gróf brot á leikmönnum sínum.

Wiley áminnti Wayne Rooney á 69. mínútu og Ferguson sá það kost vænstan að kippa Rooney að velli sem freistaði þess að skora sitt 100. deildarmark og það á gamla heimavellinum en Rooney lék með Everton áður en hann gekk í raðir Manchester United.

,,Dómarinn áminnti Rooney fyrir litlar sakir. Áhorfendur æstu dómarann upp og vildu að hann ræki Wooney að velli. Mér fannst Wiley ekki vernda leikmenn mína nægilega vel því þeir fengu óblíðar móttökur og voru tæklaðir oft og í sumum tilfellum ansi illa. Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en við náðum okkur ekki á strik í þeim síðari," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert