Íslendingaliðin í ensku 1. deildinni gerðu bæði jafntefli í leikjum sínum í dag. Burnley og Charlton skildu jöfn, 1:1, á The Valley, heimavelli Charlton, og Coventry gerði sömuleiðis 1:1 jafntefli og það við Derby.
Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan tímann fyrir Burnley og hann lagði upp mark sinna manna. Eftir þrumuskot Skagamannsins utan teigs fót boltinn í Steven Thompson og inn.
Aron Einar Gunnarsson lék allan tímann með Coventry sem gerði 1:1 við Derby á heimavelli. Aron átti skot í stöngina og fékk að auki að líta gula spjaldið en Clinton Morrison jafnaði metin fyrir Coventry á lokamínútum leiksins.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann í framlínu Shrewsbury sem gerði Brentford á útivelli. Gylfi, sem er í láni frá Reading, fékk að líta gula spjaldið í fyrri hálfleik.