Redknapp tekinn við liði Tottenham

Harry Redknapp ásamt Hermanni Hreiðarssyni.
Harry Redknapp ásamt Hermanni Hreiðarssyni. Reuters

Harry Redknapp er hættur störfum sem knattspyrnustjóri Portsmouth og er tekinn við stjórastarfinu hjá Tottenham í stað Spánverjans Juande Ramos sem vikið var frá störfum seint í gærkvöld.

,,Þetta er stórt og mikið tækifæri sem ég fæ að stýra stóru félagi áður en ég hætti í þessu,“ sagði hinn 61 árs gamli Redknapp við breska ríkisútvarpið, BBC.

Forráðamenn Tottenham hófu viðræður við Redknapp á föstudagsmorguninn en undir stjórn Juande Ramos hefur gengið Tottenham verið hörmulegt á leiktíðinni og aldrei áður í sögu félagins hefur það byrjað tímabil jafn illa og í ár.

,,Ég hef átt frábærran tíma hjá Portsmouth og gengi liðsins hefur verið mneð ólíkindum. En Tottenham gerði mér frábært tilboð sem var erfitt fyrir mig að að neita,“ sagði Redknapp en undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari á síðustu leiktíð.

Bæði Tottenham og Portsmouth verða í eldlínunni í dag. Tony Adams aðstoðarstjóri Portsmouth mun stýra liðinu ásamt Joe Jordan gegn Fulham en hjá Tottenham, sem leikur gegn Tottenham, mun Clive Allen verða við stjórnvölinn en Redknapp mun fylgjast með leiknum úr stúkunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert