Peter Crouch framherji Portsmouth segist spenntur að mæta sínum gömlu félögum í Liverpool í kvöld en liðin eigast við á Anfield í einum af níu leikjum sem fram fara í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Crouch yfirgaf Liverpool í sumar og samdi við Portsmouth sem hann hefur skorað 4 mörk fyrir í úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
,,Ég hlakka mikið til snúa aftur á Anfield og þar á ég góðar minningar. Ég held að þú áttir þig ekki á því hversu stórt félag Liverpool er fyrr en þú spilar fyrir það. Ég lék með liðinu í þrjú ár og sá tími er líklega sá besti á mínum ferli. Ég naut hverrar einustu mínútu sem ég spilaði með liðinu. Liverpool trónir á toppnum og ekkert myndi gleðja mig meira en að vinna í kvöld en Liverpool verði meistari,“ segir Crouch á vef Liverpool.
Tony Adams stýrir liði Portsmouth í fyrsta sinn en hann var í gær ráðinn knattspyrnustjóri liðsins.