Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilkynnt hvaða leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins. 23 leikmenn eru tilnefndir og meðal þeirra eru sex úr Evrópumeistaraliði Spánverja þeir Iker Casillas, Cesc Fabregas, Andres Iniesta, Xavi, David Villa og Fernando Torres.
Brasilíumaðurinn Kaká hreppti hnossið í fyrra og er hann einnig tilnefndur í ár sem og Portúgalinn Cristiano Ronaldo sem margir spá að verði fyrir valinu. Ronaldo var á dögunum valinn leikmaður ársins af FifPro en Portúgalinn átti stærstan þátt í að Manchester United varð bæði Englands- og Evrópumeistari á síðustu leiktíð.
Chelsea á flesta leikmenn sem eru tilnefndir en fimm leikmenn úr Lundúnaliðinu koma til greina sem knattspyrnumaður ársins.
Það kemur í hlut landsliðsþjálfara um víða veröld að velja þá bestu. Í desember verður tilkynnt hvaða þrír leikmenn koma til greina og þann 12. janúar verður upplýst hver er knattspyrnumaður ársins.
Leikmennirnir 23 sem eru tilnefndir eru:
Emmanuel Adebayor (Arsenal)
Sergio Aguero (Atletico Madrid)
Andrei Arshavin (Zenit St Petersburg)
Michael Ballack (Chelsea)
Gianluigi Buffon (Juventus)
Iker Casillas (Real Madrid)
Deco (Chelsea)
Didier Drogba (Chelsea)
Samuel Eto'o (Barcelona)
Cesc Fabregas (Arsenal),
Steven Gerrard (Liverpool)
Zlatan Ibrahimovic (Inter)
Andres Iniesta (Barcelona)
Kaká (AC Milan)
Frank Lampard (Chelsea)
Lionel Messi (Barcelona)
Franck Ribery (Bayern)
Cristiano Ronaldo (Manchester United)
John Terry (Chelsea),
Fernando Torres (Liverpool)
Ruud van Nistelrooy (Real Madrid)
David Villa (Valencia)
Xavi (Barcelona)