Í ljósi efnahagskreppunnar hefur eigandi Chelsea, Roman Abramovich, ákveðið að segja upp 15 starfsmönnum klúbbsins í sparnaðarskyni. Rúmlega helmingi allra útsendara klúbbsins var sagt upp, þar á meðal Rainer Bonhoff, sem jafnframt er landsliðsþjálfari U-21 árs liðs Skotlands og fyrrum landsliðskempa Þýskalands.
Chelsea hefur sagst ætla að verða skuldlaust félag fyrir árið 2010, en skuldir félagsins nema 736 milljónum punda og hafa þeir því ærið verkefni fyrir höndum, enda uppsagnirnar aðeins dropi í hafið, þar sem árslaun útsenda eru að meðaltali um 100.000 pund á ári. Ljóst er að æ erfiðara verður fyrir Frank Arnesen að réttlæta tilveru sína hjá félaginu í ljósi uppsagnanna, en hann er titlaður yfirmaður unglingastarfs Chelsea, en afar fáir efnilegir ungir leikmenn hafa komist til metorða hjá félaginu á síðustu misserum. Sá síðasti kom fram fyrir 10 árum síðan og heitir John Terry. Fyrir starf sitt fær Arnesen 1.8 milljónir punda á ári í laun frá félaginu.