Silvestre líklega nefbrotinn og varla með gegn United

Mikael Silvestre leiddur af velli í gær.
Mikael Silvestre leiddur af velli í gær. Reuters

Varnarmaðurinn Mikael Silvestre, sem leikur með Arsenal, nefbrotnaði í leik liðsins við Fenerbache í Meistaradeildinni í gær og missir því líklega af leik Arsenal við hans gamla félag, Manchester United um helgina.

Það er því ljóst að Arnsena Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, fær enn fleiri vandamál inn á borð til sín, en auk Silvestre er fyrirliðinn William Gallas meiddur  sem og Emmanuel Adebayor og þeir Theo Walcott og Bacary Sagna eru bæðir tæpir.

Aukin heldur eru það mikil vonbrigði fyrir Silvestre að fá ekki tækifæri til að leika gegns fyrrum félögum sínum í United, þar sem hann lék í níu ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Björgvin Ólafur Gunnarsson: og!!!
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert