Arsenal lagði Englandsmeistarana, 2:1

Theo Walcott og Park Ji-Sung í baráttu á Emirates Stadium.
Theo Walcott og Park Ji-Sung í baráttu á Emirates Stadium. Reuters

Arsenal sigraði Manchester United, 2:1, í frábærum fótboltaleik en liðin áttust við á Emirates Stadium. Frakkinn Samir Nasri skoraði bæði mörk Arsenal og kom liðinu í 2:0 en Brasilíumaðurinn Rafael Da Silva minnkaði muninn fyrir Englandsmeistarana undir lokin.

Nasri skoraði fyrra markið á 22. mínútu með skoti utan teigs sem hafði viðkomu í Gary Neville og það síðari skoraði Frakkinn á 48. mínútu með góðu skoti eftir magnaða sókn Arsenal en í aðdraganda marksins hélt liðið boltanum í tæpar tvær mínútur.

United sótti mjög að marki Arsenal síðasta hálftíma leikins og bakvörðurinn ungi Rafael Da Silva gaf meisturunum von þegar hann skoraði með glæsilegu skoti á 84. mínútu en nær komst United ekki.

Arsenal komst með sigrinum upp fyrir Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Arsenal hefur 23 stig en United 21.

Þá er skildu Wigan og Stoke jöfn en ekkert mark var skorað á JJB Stadium, heimavelli Wigan.

Arsenal - Manchester bein lýsing

Wigan - Stoke bein lýsing

Þessi samansetta mynd er af Cristiano Ronaldo og Cesc Fabregas, …
Þessi samansetta mynd er af Cristiano Ronaldo og Cesc Fabregas, lykilmönnum United og Arsenal. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert