Chelsea - Burnley, staðan er 1:1

Didier Drogba kemur Chelsea yfir í leiknum gegn Burnley í …
Didier Drogba kemur Chelsea yfir í leiknum gegn Burnley í kvöld. Reuters

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley komu rækilega á óvart í kvöld þegar þeir slógu topplið úrvalsdeildarinnar, Chelsea, út úr16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu - og það á Stamford Bridge í London.

Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Burnley en fór af velli á 7. mínútu í framlengingu.

Didier Drogba kom Chelsea yfir á 27. mínútu en Ade Akinbiyi jafnaði fyrir Burnley á 69. mínútu, 1:1. Þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma.

Stephen Caldwell fyrirliði Burnley var rekinn af velli þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni en ekki var meira skorað.

Brian Jensen markvörður Burnley var hetja sinna manna í vítaspyrnukeppninni. Hann varði frá Wayne Bridge og Mikel John Obi og þar með var Chelsea fallið úr keppninni en Burnley fer í átta liða úrslitin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert