Guðjón hyggst sækja um störf á Englandi

Guðjón Þórðarson lætur í sér heyra eftir leik með Skagamönnum …
Guðjón Þórðarson lætur í sér heyra eftir leik með Skagamönnum í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Guðjón Þórðarson fyrrum þjálfari Skagamanna segir í viðtali við fréttavef Sky að hann hafi mikinn áhuga á að reyna fyrir sér á Englandi á nýjan leik en Guðjón hefur í þjálfaratíð sinni stýrt þremur enskum liðum, Stoke, Barnsley og Notts County.

Guðjón fær á næstunni UEFA pro þjálfaraéttindi líkt og Gareth Soutgate knattspyrnustjóri Middlesbrough og vonast hann til þess að fá tækifæri á Englandi.

,,Ég er búinn að vera í burtu frá Englandi í nokkur.  Ég á góðar minningar frá Stoke, Barnsley og Notts County og það er engin spurning að mig langar að komast aftur til starfa á Englandi. Ég veit að það eru nokkur störf laus um þessar mundir og ég hef í hyggju að sækja um einhver þeirra,“ segir Guðjón Þórðarson.

Guðjón var leystur frá störfum sem þjálfari Akurnesinga um mitt sumar og tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku við en þeim tókst ekki að koma Skagaliðinu úr botnsætinu sem það var í þegar Guðjón var látinn taka poka sinn.

,,Ég mun bíða og sjá hvað verður með mína umsókn og ef rétta félagið kemur upp á boðið þá er ég bjartsýnn á að geta náð góðum árangi eins og mér tókst að gera með Stoke.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka