Didier Drogba framherji Chelsea hefur viðkennt brot sitt en Fílabeinsstrandarmaðurinn var ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að kasta smápeningi til stuðningsmanna Burnley í leik liðanna í deildabikarnum í síðustu viku.
Drogba kom Chelsea yfir í leiknum en í kjölfarið henti hann til smápeningi til baka upp í áhorfendastúkuna þar sem stuðningsmenn Burnley voru. Drogba fékk gult spjald fyrir vikið en enska knattspyrnusambandið ákvað að kæra leikmanninn fyrir athæfið.
Aganefndin mun fjalla um málið á morgun og kveða upp dóm en fastlega má reikna með því að Drogba verði úrskurðaður í þriggja leikja bann.