Ferguson í bann og sektaður

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnutjóri Manchester United var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af enska knattspyrnusabandinu og er gert að greiða 10.000 pund í sekt fyrir að hella úr skálum reiði sinnar yfir Mike Dean dómara sem dæmdi leik United og Hull á dögunum.

Bannið tekur gildi þann 2. desember og verður Ferguson að fylgjast með sínum mönnum úr áhorfendastúkunni og má ekki hafa afskipti af leikmönnum  þegar United mætir Blackburn í deildabikarnum og Sunderland í úrvalsdeildinni í desember en tveir fyrrum lærisveinar Fergusons stýra þessum liðum, Paul Ince og Roy Keane.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert