Shay Given heilsar Kristni

Shay Given, markvörðurinn reyndi.
Shay Given, markvörðurinn reyndi. Reuters

Shay Given, markvörður Newcastle, hefur verið gerður að fyrirliða írska landsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Robbie Keane, og mun því heilsa Kristni Jakobssyni dómara fyrir vináttuleik Írlands og Póllands í Dublin annað kvöld.

Keane missir af leiknum vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik með Liverpool gegn Bolton síðasta laugardag.

Given er kominn í nokkra æfingu í embætti því hann hefur verið fyrirliði Newcastle í vetur. Hann var tekinn framyfir þá Damien Duff og Richard Dunne sem þóttu líklegir í stöðu fyrirliða.

Írar hafa ekki tapað í sex síðustu landsleikjum sínum undir stjórn hins kunna Ítala, Giovanni Trapattoni.

Kristinn Jakobsson dæmir leikinn og aðstoðardómarar eru þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert