Benítez í sögubækur Liverpool

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool. Reuters

Rafa­el Benítez knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool fer í sögu­bæk­ur fé­lags­ins á morg­un þegar liðið mæt­ir Marseille í Meist­ara­deild­inni. Þetta verður 66. Evr­ópu­leik­ur Li­verpool und­ir stjórn Spán­verj­ans og hann verður þar sá þjálf­ari sem oft­ast hef­ur stjórnað liðinu í Evr­ópu­keppn­inni.

Benítez kemst upp fyr­ir Bill Shank­ley sem stjórnaði Li­verpool-liðinu í 65 Evr­ópu­leikj­um og þar á eft­ir kem­ur svo Bob Paisley með 61 leik en Li­verpool varð þríveg­is Evr­ópu­meist­ari und­ir hans stjórn.

Í leikj­un­um 65 sem Benítez hef­ur stjórnað Li­verpool í Evr­ópu­keppn­inni hef­ur það unnið 38, tapað 13 og gert 14 jafn­tefli en hann tók við liðinu í júlí 2004.

Knatt­spyrn­u­stjór­ar Li­verpool í Evr­ópu­keppni eru, vinn­ings­hlut­fall í sviga:

65 Rafa­el Benítez - (58,5%)
 
65 Bill Shank­ly - (52,3%)
 
61 Bob Paisley - (63,9%)
 
52 Ger­ard Houllier -  (50,0%)
 
19 Joe Fag­an - (73,7%)
 
16 Roy Evans - (50,0%)
 
12 Gra­eme Sou­ness - (50,0%)

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert