Tony Mowbray knattspyrnustjóri nýliða WBA í ensku úrvalsdeildinni er er samkvæmt breskum blöðunum Daily Express og Daily Star reiðubúinn að punga út 600.000 pundum, 127 milljónum íslenskra króna, fyrir að fá Hermann Hreiðarsson fyrirliða íslenska landsliðsins frá Portsmouth í janúar.
Hermann hefur verið úti í kuldanum hjá Portsmoth á tímabilinu og sérstaklega eftir að Tony Adams tók við liðinu af Harry Redknapp. Hann hefur ekkert leikið með liðinu frá því Adams tók við stjórninni.
Hermann sagði við Morgunblaðið á dögunum að hann myndi fara fram á sölu í janúar ef ekkert breyttist og má fastlega reikna með því að svo verði enda hefur Eyjamaðurinn verið utan við lið bikarmeistarana og í nokkrum leikjum hefur hann ekki einu sinni verið valinn í leikmannahópinn.