United og Arsenal bæði áfram í Meistaradeildinni

Niklas Bendtner skorar sigurmark Arsenal gegn Dynamo Kiev.
Niklas Bendtner skorar sigurmark Arsenal gegn Dynamo Kiev. Reuters

 Eftir næst síðustu umferðina í riðlum E., F., G og H í Meistaradeildinni er ljóst hvaða átta lið komast áfram úr þeim og annað kvöld bætast einhver lið í hópinn úr hinum fjórum riðlunum.

Villarreal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Spáni og fara bæði áfram úr E-riðlinum.

Í F-riðli vann Bayern München 3:0 sigur á heimavelli gegn Steaua Búkarest og Lyon 2:1 gegn Fiorentina á Ítalíu og komast þessi lið áfram úr riðlinum.

Arsenal vann Dynamo Kiev með marki frá Niklas Bendtner á 87. mínútu og á sama tíma lagði Porto lið Fenerbache í Tyrklandi og fer áfram ásamt Arsenal.

Juventus fer áfram úr H-riðli eftir markalaust jafntefli við Zenit í Pétursborg og Real Madrid vann BATE 1:0 á útivelli og tryggði sér líka áframhaldandi keppni í Meistaradeildinni.

E-riðill:
AaB - Celtic 2:1 (Caca 73., Caldwell 87.(sm) - Robson 53.)
Villarreal - Man.Utd 0:0

Man.Utd er með 9 stig, Villarreal 9, AaB 5 og  Celtic 2 stig.

F-riðill:
Bayern München - Steaua Búkarest 3:0 (Klose 57., 71., Toni 61.)
Fiorentina - Lyon 1:2 (Gilardino 45. - Makoun 15., Benzema 27.)

Lyon  er með 11 stig, Bayern 11, Fiorentina 3 og Steaua 1 stig.

G-riðill:
Arsenal - Dynamo Kiev 1:0 (Bendtner 87.)
Fenerbache - Porto 1:2 (Kazim-Richards 64. - Lopez 18., 28.)

Arsenal er með 11 stig, Porto 9, Dynamo Kiev 5, Fenerbache 2.

H-riðill:
Zenit St. Pétursborg - Juventus 0:0
BATE Borisov - Real Madrid 0:1 (Raúl 7.)

Juventus er með 11 stig, Real Madrid 9, Zenit St. Pétursborg 5 og BATE Borisov 2 stig.

Giuseppe Rossi hjá Villarreal og Patrice Evra hjá Man.Utd eigast …
Giuseppe Rossi hjá Villarreal og Patrice Evra hjá Man.Utd eigast við í leiknum í kvöld. Reuters
Mauro Camoranesi hjá Juventus og Andrei Arshavin hjá Zenit eigast …
Mauro Camoranesi hjá Juventus og Andrei Arshavin hjá Zenit eigast við í leik liðanna í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert