Barcelona, Liverpool og Atletico Madrid áfram

Lionel Messi og félagar í Barcelona, fagna marki.
Lionel Messi og félagar í Barcelona, fagna marki. Reuters

Leikmenn í Meistaradeild Evrópu voru á skotskónum frægu í kvöld því 27 mörk voru gerð í átta leikjum kvöldsins. Flest urðu mörkin í C-riðli þar sem Donetsk vann Basel 5:0 og Barcelona lagði Sporting í Lissabon 5:2.

Barcelona, þar sem Eiður Smári lék allan tímann, er komið áfram og líklega Sporting en í A riðli er allt opið sem og í B en í D-riðlinum eru Atletico Madrid og Liverpool komin áfram.

A-riðill:
Bordeaux - Chelsea 1:1 (Alou Diarra 83. - Nicolas Anelka 60.)

Cluj - Roma 1:3 (Yssouf Koné 30. - Matteo Brighi 11., 64., Francesco Totti 23., )

Roma með 9 stig, Chelsea 8 stig,  Bordeaux 7 og Cluj 4.

B-riðill:
Inter Mílanó - Panathinaikos 0:1 (Sarriegi 67.)

Anorthosis - Werder Bremen 2:2 (Nicolaou 62. Savio 68. - Diego 72., Ozil 90.)

Inter er með 8 stig, Panathinaikos 7, Anorthosis 6,  og Bremen 4.

C-riðill:
Shathkar Donetsk - Basel 5:0 (Jadson 32., 65., 72., William 51., Seleznoyov 75.)


Sporting Lissabon - Barcelona 2:5 ( Veloso 65., Liedson 66. - Thierry Henry 14., Gerard Piqué 17., Messi 49., Caneira 67. (sjálfsmark), Krkic 73. (víti)

Barcelona er með 13 stig, Sporting 9, Donetsk 6 og Basel 1.

D-riðill:
Atlético Madrid  - PSV 2:1 (Simao 14., Maxi Rodriguez 28. - Koevermans 47.)

Liverpool - Marseille 1:0 (Steven Gerrard 23.)

Atlético er með 11 stig, Liverpool 11, Marseille 3 og PSV 3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert