Guðjón vill taka við stjórastarfinu hjá Crewe

Guðjón Þórðarson brosandi á varamannabekk Skagamanna í sumar.
Guðjón Þórðarson brosandi á varamannabekk Skagamanna í sumar. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Guðjón Þórðarson fyrrum þjálfari Skagamanna staðfestir í samtali við BBC útvarið í dag að hann hafi sett sig í samband við enska 2. deildarliðið Crewe og boðið fram krafta sína og taka við knattspyrnustjórastarfi hjá félaginu. Crewe, sem situr á botni deildarinnar, sagði Steve Holland upp störfum í síðustu viku og leitar að eftirmanni hans.

,,Ég hef rætt við menn hjá Crewe,“ sagði Guðjón við BBC útvarpið í Stoke en sem kunnugt er stýrði Guðjón liði Stoke og eftir það var hann hjá Barnsley og Notts County.

,,Ég veit hvað til þarf. Þú þarf að þjálfa unga leikmenn og hafa hæfileika sem knattspyrnustjóri. Ég tel mig hafa það sem til þarf til sinna starfinu. Crewe er gott félag sem hefur lifað á að skapa góða fótboltamenn. Það er fín leið til að reka félag og er ein af ástæðunum sem ég hef áhuga á starfinu,“ sagði Guðjón.

Guðjón sagði í viðtali við fréttavef Sky fyrr í þessum mánuði að hann hefði mikinn áhuga á að reyna fyrir sér á Englandi á nýjan leik en honum var sagt upp störfum sem þjálfari ÍA um mitt sumar í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka