Rooney baðst afsökunar

Wayne Rooney á fjórum fótum í leiknum gegn Villareal í …
Wayne Rooney á fjórum fótum í leiknum gegn Villareal í gærkvöld. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englands- og Evrópumeistara Manchester United segir að Wayne Rooney hafi beðið sig og Villareal afsökunar fyrir leikaraskap í leiknum gegn Villareal í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Liðsmenn Villareal voru mjög ósáttir út í Rooney fyrir að henda sér kylliflötum niður í vítateignum þó svo að engin snerting hafi átt sér stað en Rooney hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að gera slíkt.

,,Hann bað mig afsökunar og sagðist ekki hafa ætlað að gera þetta,“ sagði Ferguson. ,,Ég held að hann hafi horft of mikið á Robert Pires. Hann allavega bað leikmenn Villareal afsökunar en þú sérð Pires aldrei gera það,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert