Fær Hermann að spreyta sig gegn AC Milan?

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Reuters

Sexfaldir Evrópumeistarar AC Milan mæta Portsmouth í riðlakeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu á Fratton Park í Portsmouth. Mílanóliðið hefur unnið báða sína leiki í riðlinum en Portsmouth tapaði fyrsta leik sínum gegn Braga í Portúgal, 3:0.

Hermann var í byrjunarliðinu gegn Braga en var skipt útaf í hálfleik en Hermann hefur aðeins verið í byrjunarliði Portsmouth í einum leik af 14 í úrvalseildinni og hefur ekki verið í náðinni hjá Tony Adams eftir að hann tók við stjórninni af Harry Redknapp. Vonandi fær Eyjamaðurinn að spreyta sig gegn stórstjörnunum í AC Milan sem hefur í sínum brasilísku snillingana Kaká og Ronaldinho.

Tony Adams segir að Portsmouth muni leggja mestu áhersluna á úrvalsdeildina á leiktíðinni en liðið er sem stendur í 9. sæti deildarinnar.

,,Það er frábært að spila gegn liði eins og AC Milan en mikilvægustu leikir okkar eru í úrvalsdeildinni. Þetta er fyrsta tímabil liðsins í Evrópukeppninni og ég vil hugsa hlutina þannig að eftir fimm ár þá fáum við AC Milan í heimsókn á hverju ár. En til þess þurfum við að vera í úrvalsdeildinni,“ sagði Adams við fréttamenn í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert