Góðir útisigrar Man.City og Tottenham

Jermaine Jones hjá Schalke, til vinstri, og Shaun Wright-Phillips hjá …
Jermaine Jones hjá Schalke, til vinstri, og Shaun Wright-Phillips hjá Man.City eigast við í leiknum í kvöld. Reuters

Manchester City og Tottenham unnu  bæði góða útisigra í UEFA-bikarnum í knattspyrnu í kvöld. City lagði Schalke, 2:0, í Þýskalandi og Tottenham vann Nijmegen, 1:0, í Hollandi.

Manchester City komst yfir í Schalke á 33. mínútu þegar Benjani Mwaruwari skoraði. Stephen Ireland styrkti stöðu enska liðsins enn frekar með marki á 67. mínútu, 0:2.

City er þar með efst í A-riðli með 6 stig eftir tvo leiki og nánast öruggt með sæti í 32ja liða úrslitum keppninnar. Schalke er með 4 stig eftir 3 leiki, Twente 3 stig eftir 2 leiki, Racing Santander 1 stig eftir 2 leliki og París SG með ekkert stig eftir einn leik en tvö síðastnefndu liðin leika einnig í kvöld. Þrjú lið úr hverjum riðli komast áfram.

Tottenham náði forystunni í Nijmegen strax á 14. mínútu þegar Jamie O'Hara skoraði, 0:1, o gþað dugði til sigurs.

Tottenham hefur þá fengið 6 stig úr 3 leikjum og stendur mjög vel að vígi. Udinese er með 6 stig eftir 2 leiki, Dinamo Zagreb 3 stig eftir 2 leiki, Spartak Moskva ekkert stig eftir einn leik og Nijmegen ekkert stig eftir 2 leiki. Dinamo Zagreb og Spartak Moskva eigast líka við í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert