Enska knattspyrnusambandið ákærði í dag Joe Kinnear, knattspyrnustjóra Newcastle United, fyrir ósæmileg ummæli í garð Martins Atkinsons dómara í leik liðsins við Fulham fyrr í þessum mánuði.
Kinnear var óhress með Atkinson og sagði að frammistaða hans hefði minnt á Mikka mús. Hann lýsti jafnframt þeirri ákvörðun hans að sleppa vítaspyrnu á Fulham sem "djöfullegri."
Enska knattspyrnusambandið hefur beðið Kinnear að útskýra þessi ummæli sín og gaf honum frest til 12. desember til þess. Fulham vann umræddan leik, 2:1.