Arsenal sigraði á Stamford Bridge

Nicolas Anelka hjá Chelsea og Denilson hjá Arsenal í baráttu …
Nicolas Anelka hjá Chelsea og Denilson hjá Arsenal í baráttu um boltann. Reuters

Arsenal náði heldur betur að rífa sig upp í dag og lagði toppliðið Chelsea, 2:1, á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal eftir að liðið hafði skorað sjálfsmark í fyrri hálfleik.

Chelsea er áfram efst í deildinni með 33 stig og betri markatölu en Liverpool, sem hinsvegar á leik til góða og mætir West Ham á Anfield annað kvöld. Manchester United er með 28 stig og Arsenal lyfti sér uppí fjórða sætið með 26 stig.

Chelsea náði forystunni á 30. mínútu. José Bosingwa sendi boltann fyrir mark Arsenal frá hægri og Johan Djourou sendi hann í eigið mark. Staðan var 1:0 í hálfleik.

Robin van Persie jafnaði fyrir Arsenal, 1:1, með glæsilegu skoti frá vítateig eftir sendingu frá Denilson, á 59. mínútu. Van Persie virtist reyndar rangstæður þegar hann fékk boltann.

Og strax á 62. mínútu var Robin van Persie aftur á ferð. Eftir aukaspyrnu skallaði Emmanuel Adebayor boltann niður á Hollendinginn sem var aðeins til vinstri í vítateignum, 10 metra frá marki, og afgreiddi boltann laglega með jörðu í markhornið hægra megin, 1:2.

Byrjunarlið Chelsea:
Cech - Bosingwa, Ivanovic, Terry, A.Cole - Mikel, Deco, Ballack, Lampard - Kalou, Anelka.
Varamenn: Hilario, Malouda, Bridge, Ferreira, Mineiro, Alex, Stoch.

Byrjunarlið Arsenal:
Almunia - Sagna, Gallas, Djourou, Clichy - Denilson, Fabregas, Song, Nasri - Adebayor, van Persie.
Varamenn: Fabianski, Vela, Ramsey, Silvestre, Wilshere, Bendtner, Gibbs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert