Manchester United sigraði Manchester City, 1:0, í grannaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Borgarleikvanginum í Manchester. Wayne Rooney skoraði sigurmarkið en félagi hans Cristiano Ronaldo var rekinn af velli.
Manchester United styrkti þar með stöðu sína í 3. sætinu og er með 28 stig en Chelsea og Liverpool eru með 33 stig hvort.
Rafael, bakvörðurinn ungi hjá Manchester United, fékk fyrsta gula spjaldið á 21. mínútu fyrir að brjóta á Robinho.
City var rétt búið að ná forystunni á 32. mínútu þegar Stephen Ireland átti skot í utanverða stöng. Darren Fletcher hjá United fékk gula spjaldið rétt á eftir fyrir brot á Shaun Wright-Phillips. Ireland fékk gula spjaldið á 41. mínútu fyrir að brjóta á Fletcher og Darius Vassell hjá City á 45. mínútu fyrir að brjóta á Patrice Evra.
Wayne Rooney kom United yfir á 42. mínútu. Joe Hart varði þá skot frá Michael Carrick en Rooney skoraði auðveldlega úr markteignum, 0:1. Hans 100. mark á ferlinum.
Cristiano Ronaldo hjá United fékk gula spjaldið á 59. mínútu fyrir að brjóta á Darius Vassell. Evra hjá United fékk gula spjaldið á 65. mínútu fyrir að brjóta á Wright-Phillips.
Cristiano Ronaldo fékk rauða spjaldið á 68. mínútu, fyrir afar einkennileg tilþrif. Hann stökk upp í vítateig City þegar boltinn kom fyrir markið og virtist geta skallað á mark en sló þess í stað boltann með báðum höndum. Dómarinn átti ekki annars úrkosta en að sýna honum gula spjaldið öðru sinni og lyfta síðan því rauða á loft.
Michael Carrick hjá United fékk gula spjaldið á 85. mínútu fyrir að brjóta á Wright-Phillips.
Bjargað var á marklínu United frá Richard Dunne á þriðju mínútu í uppbótartíma. Hart markvörður City var þá frammi í vítateig United, sem geystist upp í skyndisókn. Rooney reyndi langskot að marki City en Hart sem hafði hlaupið til baka á harðaspretti, náði að komast í boltann og slá hann í horn!
Byrjunarlið Man.City:
Hart - Richards, Kompany, Dunne, Garrido - Wright-Phillips, Ireland, Hamann - Vassell, Robinho, Benjani.
Varamenn: Schmeichel, Ball, Zabaleta, Elano, Jo, Ben-Haim, Sturridge.
Byrjunarlið Man.Utd:
Van der Sar - Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra - Ronaldo, Carrick, Fletcher, Park - Rooney, Berbatov.
Varamenn: Foster, Anderson, Giggs, Nani, O'Shea, Evra, Tévez.