Björgólfur hafnar tilboðum í West Ham

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham, hefur hafnað þremur tilboðum í félagið að sögn dagblaðsins The Mirror.

Þar segir að Björgólfur vilji fá 120 milljónir punda fyrir félagið en það eru um 26 milljarðar króna. Hann keypti félagið fyrir tveimur árum á 85 milljónir punda auk þess að fjárfesta fyrir 30 milljónir.

Ef kaupandi finnst þá þyrfti hann að taka yfir skuldir félagsins sem nema um 50 miljónum punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert