Ummæli Scolari rannsökuð

Scolari gæti fengið sekt og bann fyrir ummæli sín um …
Scolari gæti fengið sekt og bann fyrir ummæli sín um Mike Dean dómara. Reuters

Luiz Felipe Scolari, þjálfari Chelsea í ensku úrvaldsdeildinni, á að öllum líkindum yfir höfði sér sekt og jafnvel bann, sökum ummæla sem hann lét falla í kjölfarið á tapi sinna manna gegn Arsenal í gær.

Scolari sakaði Mike Dean, dómara leiksins, um að hafa „drepið“ lið hans og lét í veðri vaka að einhverskonar samsæri væri í gangi til þess að halda Arsenal í toppbaráttunni. Hann bað um tafarlausa afsökunarbeiðni dómarans, því Robin Van Persie hefði augljóslega verið rangstæður þegar hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum og jafnaði metin í 1:1.

„Við vitum af þessum ummælum og munum taka þau til skoðunar, “ sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert