Markvörður Burnley: Allt getur gerst í fótbolta

Kevin McDonald fagnar marki öðru marki sínu í kvöld.
Kevin McDonald fagnar marki öðru marki sínu í kvöld. Reuters

,,Það getur allt gerst í fótbolta og ef við höfum heppnina með okkur og fáum góðan drátt þá er aldrei að vita hversu langt við förum," sagði Brian Jensen, markvörður Burnley, eftir sigurinn á Arsenal í kvöld en í fyrsta sinn í 25 ár er Burnley í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Kevin McDonald var í sjöunda himni eftir leikinn en Skotinn ungi skoraði bæði mörk liðsins þremur dögum eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir liðið.

,,Að sjálfsögðu er þetta besta markið sem ég hef skorað,“ sagði McDonald um síðara mark sitt en hann skoraði það með hnitmiðuðu utanfótarskoti. McDonald er 20 ára gamall en hann gekk til liðs við Burnley frá skoska liðinu Dundee í sumar.

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var daufur í dálkinn eftir ósigur sinna manna.

,,Við komust sex sinnum einn á móti markverði en tókst ekki að skora þrátt fyrir þessi mörgu góðu færi. Þá vorum við full brothættir í öftustu varnarlínu,“ sagði Wenger eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert