Tottenham er komið í undanúrslit

Frazier Campbell framherji Tottenham reynir með tilþrifum að skora gegn …
Frazier Campbell framherji Tottenham reynir með tilþrifum að skora gegn Watford í kvöld. Reuters

Tottenham sigraði Watford, 2:1, í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu á Vicarage Road, heimavelli Watford, í kvöld.

Leikur Manchester United og Blackburn hófst á Old Trafford í Manchester klukkan 20 og þar er staðan 4:1 fyrir Manchester United.

Watford náði forystunni á 13. mínútu gegn Tottenham, 1:0, þegar ungverski framherjinn Tamas Priskin skoraði með hörkuskoti frá vítateig eftir sendingu frá Tommy Smith.
Roman Pavlyuchenko jafnaði fyrir Tottenham á lokamínútu fyrri hálfleiks, 1:1, úr vítaspyrnu.
Darren Bent kom Tottenham yfir á 76. mínútu með skoti frá vítateig, staðan 1:2, og það voru lokatölurnar.

Manchester United náði forystunni gegn Blackburn, 1:0, á 36. mínútu þegar Carlos Tévez skoraði eftir aukaspyrnu frá Ryan Giggs.
Nani kom Manchester United í 2:0 á 40. mínútu eftir góða samvinnu við Tévez.
Benni McCarthy minnkaði muninn í 2:1 á 48. mínútu eftir langa sendingu fram völlinn en Tévez svaraði, 3:1, úr vítaspyrnu á 51. mínútu eftir að Ooijer braut á honum.
Tévez fullkomnaði síðan þrennuna á 54. mínútu, 4:1, eftir fallega sókn og sendingu frá Anderson.

Lið Tottenham: Gomes - Corluka, Dawson, Woodgate, Assou-Ekotto - Lennon, Zokora, Jenas, O'Hara - Pavlyuchenko, Campbell.
Varamenn: Cesar, Bale, Bentley, Huddlestone, Bent, Gunter, Boateng.

Lið Man.Utd: Foster - Rafael, Neville, Evans, O'Shea - Nani, Gibson, Possebon, Anderson, Giggs - Tévez.
Varamenn: Kuszczak, Evra, Park, Vidic, Scholes, Welbeck, Manucho.

Paul Robinson markvörður Blackburn ver skalla frá Carlos Tévez í …
Paul Robinson markvörður Blackburn ver skalla frá Carlos Tévez í leiknum í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert