Torres verður lengur frá en talið var

Fernando Torres
Fernando Torres Reuters

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, þarf lengri hvíld en búist hafði verið við og er nú talið að hann verði frá keppni næsta mánuðinn.

Torres meiddist í leik á móti Marseille á Anfield 26. nóvember og töldu læknar liðsins að hann yrði orðinn góður eftir tvær vikur. Meiðslin voru í aftanverðu læri og slík meiðsli geta oft varað lengur en áætlað er og það á við um meiðsli Torres.

„Við héldum fyrst að hann yrði bara frá í tvær vikur en nú vitum við að hann verður lengur frá, en við vitum hins vegar ekki nákvæmlega hversu lengi,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool.

„Við  munum ekki reyna að koma honum í gang of fljótt enda hefur hann fundið fyrir þessum eymslum í lærvöðva síðustu 18 mánuði og tímabært að hann nái sér að fullu,“ sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert