Arsenal, Liverpool og Chelsea unnu

Cesc Fabregas fyrirliði Arsenal og Lee Cattermole hjá Wigan eigast …
Cesc Fabregas fyrirliði Arsenal og Lee Cattermole hjá Wigan eigast við. Reuters

 Arsenal, Liverpool og Chelsea unnu öll leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og staðan í toppbaráttunni breyttist því ekki. Chelsea lagði Bolton 2:0 á útivelli, Liverpool vann Blackburn 3:1 á útivelli og Arsenal sigraði Wigan, 1:0, á heimavelli.

Arsenal - Wigan 1:0
Emmanuel Adebayor kom Arsenal yfir á 16. mínútu og það nægði til sigurs.

Blackburn - Liverpool 1:3
Xabi Alonso kom Liverpool yfir á 69. mínútu og Yossi Benayoun bætti við marki á 79. mínútu, 0:2. Roque Santa Cruz minnkaði muninn á 85. mínútu en Steven Gerrard innsiglaði sigur Liverpool í uppbótartíma.

Bolton - Chelsea 0:2
Nicolas Anelka kom Chelsea yfir á 9. mínútu og Deco bætti við marki á 21. mínútu. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton.

Hull - Middlesbrough 2:1
Tuncay Sanli kom Boro yfir á 79. mínútu en Hull náði samt að sigra. Turnbull gerði sjálfsmark á 82. mínútu og Marlon King skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 85. mínútu. David Wheater hjá Boro var þá rekinn af velli.

Newcastle - Stoke 2:2
Michael Owen kom Newcastle yfir á 8. mínútu og var aftur á ferð á 24. mínútu, 2:0. Mamady Sidibe svaraði fyrir Stoke, 2:1, á 60. mínútu og Abdoulaye Faye jafnaði fyrir Stoke í uppbótartíma.

Roque Santa Cruz hjá Blackburn sækir að Emiliano Insua, varnarmanni …
Roque Santa Cruz hjá Blackburn sækir að Emiliano Insua, varnarmanni Liverpool. Reuters
Michael Owen skoraði tvívegis fyrir Newcastle á fyrstu 25 mínútunum.
Michael Owen skoraði tvívegis fyrir Newcastle á fyrstu 25 mínútunum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert